Karellen
news

Innleiðing barnasáttmála og jólaundirbúningur hafinn :)

12. 11. 2021

Síðustu vikur á Grábrók hafa m.a. einkennst af innleiðingu áBarnasáttmálanum þar sem við ætlum að verða hluti af Réttindaskóla Unicef og hafa Fálkar (elsti argangur) verið í markvissri vinnu með greinar Barnasáttmálans og skilningi á tilgangi sáttmálans. Eitt verkefni tengt þessari vinnu var að vinna með tré og lauf þar sem hvert og eitt barn er með sitt lauf og sína skoðun/lýsingu á því hvað þeim þykir mikilvægast fyrir börn svo þeim líði vel og eru örugg, útfrá greinum Barnasáttmálans. Mikill áhugi er fyrir þessu verkefni hjá börnunum og eykst við hverja umræðustund.

Einnig unnu Fálkar að matarsóunarverkefni og Kríur unnu verkefni þar sem þau m.a. tóku myndir af sér fyrir utan húsið sitt og bjuggu til bók út frá því.

Jólaundirbúningur er kominn á skrið þar sem við erum byrjuð á jólagjöfum með gleði og lýðræðislegri vinnu barnanna að leiðarljósi. Í næstu viku byrjum við svo að syngja jólalögin.

Eins og alltaf er útivera og útinám stór hluti af okkar starfi og njótum við þess.

© 2016 - 2024 Karellen