Karellen

Fatnaður

Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og greinilega merktur. Í fataklefa er kassi fyrir hvert barn fyrir aukaföt en foreldrar þurfa að fylgjast með því að í þeim sé allt sem til er ætlast. Vegna plássleysis í fataklefa biðjum við foreldra að nota frekar kassana en töskur. Tæma þarf hólfin á föstudögum svo hægt sé að þrífa þau en ekki er þörf á að tæma kassana.

Í kössunum eiga að vera aukaföt svo sem:

  • Nærföt

  • Buxur

  • Sokkabuxur

  • Sokkar

  • Peysa

  • Bolur

útifatnaður við hæfi og annað það sem þið haldið að barnið gæti þurft á að halda.

© 2016 - 2024 Karellen