Karellen
                                                                             Leikur- virðing- gleði

Leikskólinn Ugluklettur, sem stendur við Ugluklett í Borgarnesi, tók til starfa haustið 2007. Í leikskólanum eru um það bil 90 börn á fimm deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu, Grábrók, Eldborg og Grettisbæli. Önnur rými skólans hafa einnig hlotið nöfn sem tengjast náttúrunni í kringum okkur. Einkunarorð leikskólans eru leikur, virðing og gleði.

Þegar barn byrjar hjá okkur í leikskólanum fara foreldrar og börn í gegnum aðlögunarferli sem heitir þáttökuaðlögun.

Í foreldrahandbók Uglukletts má finna allskyns hagnýtar upplýsingar.

Á Borgarbyggðar heimasíðu Borgarbyggðar er hægt að sækja um leikskólapláss



© 2016 - 2024 Karellen