Karellen

Lubbi finnur málbein

Námsefnið Lubbi finnur málbein miðar að leggja inn málhljóðin á skemmtilegan hátt með því að mynda málhljóðin rétt og tengja þau saman, kynna börnunum bókstafi auk þess sem það er söngur og tákn með hverju málhljóði. Lögð er áhersla á góðar málfyrirmyndir, ríkan orðaforða, fjölbreytta og skapandi notkun málsins.

Hjóðasmiðja Lubba byggir að stórum hluta á doktorsrannsókn Þóru Másdóttur um hljóðþróun ungra barna sem og á nýlegri rannsókn á framburði 2 til 8 ára barna. Efnið byggir á ,,hljóðanámi í þrívídd", þ.e.a.s. það tengir saman sjón-, heyrnar og hreyfi-/snertiskyn, sem auðveldar börnum að tileinka sér hljóðin og festa þau í minni sér.


Hér má finna fleiri upplýsingar um Lubba


© 2016 - 2024 Karellen