Haustverkin

27. 09. 2018

Nú eru flestar kindur komnar af fjalli og allt að falla í í ljúfa löð hjá okkur. Fálkarnir og Kríurnar fara í Skátahúsið, fara í vettvangsferðir og vinna alls kyns verkefni en við hin skemmtum okkur hér í Uglukletti og nágreni. Þema haustins er Ég sjálf/-ur og vinnum við verkefni út frá því. Í listakróknum núna í september hafa börnin búið til fígúrur/skrímsli. Þau ákveða sjálf hvernig þau vilja hafa sína fígúru og skemmtilegt er að sjá að þær eru allar mjög ólíkar en hafa sameiginleg einkenni, svona eins og við mannfólkið.

© 2016 - 2019 Karellen