Karellen
news

Fréttir af Baulu 10. sept. 2018

10. 09. 2018

Fréttir af Baulu

Leiðrétting frá síðustu fréttum; barnahópurinn (fædd 2016) heitir Rjúpur en ekki Lóur eins og ég sagði í síðustu fréttum, biðst afsökunar á því.

Kríurnar fóru í skátahúsið í fyrsta skiptið í síðustu viku, það var mikil upplifun, margt að sjá, upplifa og skoða.Við nýttum þessa fyrstu viku aðallega í að kynnast nánasta umhverfi, skoða nýja leikvelli og hrista saman hópinn. Töluðum um haustlitina, völdum okkur tré til að fylgjast með og sjá hvernig breytist eftir árstíðum, skoðuðum myndir af fuglum og reyndum að finna þá í umhverfinu, í fjörunni og trjánum.

Rjúpurnar tóku þátt í stöðvavinnu af fullum krafti, fóru í salinn, listakrók, inn á Grábrók og Baulu.Leikfangaverkfærin voru sótt í geymsluna og voru þau mjög vinsæl.

Við vorum töluvert úti og nýttum góða daga.

Í þessari viku byrja börnin í tónlist með Brynju, sem verður án efa mjög spennandi og skemmtilegt.

Kveðja Baulur J

© 2016 - 2024 Karellen