Karellen

Ugluklettur starfar eftir lögum um leikskóla frá 2008 og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Þessu til viðbótar höfum við þróað með okkur sýn sem byggist á hugmyndum jákvæðrar sálfræði og kenningum Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði.

Þegar barn byrjar hjá okkur í leikskólanum fara foreldrar og börn í gegnum aðlögunarferli sem heitir þáttökuaðlögun.

Í Uglukletti vinnum við með það sem við viljum kalla opið dagskipulag sem hefur það markmið að börnin hafa áhrif á daginn sjálf, þau ráða hvaða viðfangsefni þau velja sér og hversu lengi þau eru á hverjum stað.

Við leggjum mikið upp úr því að hafa góðan anda í húsinu og öllum líði vel. Við erum heilsueflandi leikskóli auk þess sem við ræktum andann með tónlist og sköpun á sem fjölbreyttastan hátt.

Við fögnum fjölbreytileikanum og mætum hverjum einstakling eftir hans þörfum. Séu börnin með einhverjar sérþarfir fá þau aðstæður og nám við hæfi.

Elstu börn leikskólans kallast Fálkar, þau takast á við verkefni sem reyna bæði á andlega og líkamlega færni þeirra. Hugað er að hverju barni fyrir sig og unnið með styrkleika hvers og eins í samræmi við námskrá og áherslur leikskólans auk þess sem samstaða innan hópsins er efld enn frekar.

Í Uglukletti er mikil áhersla lögð á gott foreldrasamstarf. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum. Í leikskólanum er borin virðing fyrir tíma foreldra og barna og mikilvægi samveru þeirra.

© 2016 - 2023 Karellen