Karellen

Útikennsla

Börnin hafa val um að fara í gönguferðir með kennurum þar sem lögð er áhersla á að fræðast um náttúruna og umhverfið í kringum okkur. Fylgst er með breytingum sem verða á gróðri og dýralífi eftir árstíðum, ásamt því að nýta þann efnivið sem á vegi okkar verður. Þá notum við gönguferðirnar til að kynnast nærumhverfi skólans. Einnig notum við tilbúin verkefni í útikennslu sem auka skilning á náttúru, vísindum og umhverfi þar sem verkefnin eru leyst við aðrar aðstæður heldur en leikskólinn bíður uppá innandyra. Með útikennslu fá börnin aukna hreyfingu, meira þol og betri hreyfifærni ásamt því að auka einbeitingu og styrkja félagslega færni. Einn liður í útikennslu hjá okkur er skátahúsið.



© 2016 - 2024 Karellen