Karellen
  • Uppsagnafrestur á leikskólaplássi er einn mánuður og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar, uppsögn þarf að vera skrifleg, einnig þegar börnin hætta vegna aldurs. Breytingar á dvalartíma er nauðsynlegt að sækja um fyrir 20. hvers mánaðar.
  • Í leikskólanum er borin virðing fyrir tíma foreldra og barna og mikilvægi samveru þeirra. Vistunartími barnanna í leikskólanum er því til viðmiðunar en foreldrar geta kosið að nýta ekki alltaf að fullu þann tíma. Á tímabilinu frá 11.00 til 13.00 getur verið erfitt að taka á móti börnum þar sem matartími og hvíld er á þessum tíma dagsins og biðjum við því foreldra að taka tillit til þess.
  • Það er öryggisatriði fyrir starfsfólk og ekki síst barnið að foreldrar láti ávallt vita þegar komið er með barnið eða það sótt. Foreldrar geta alltaf hringt í leikskólann til þess að spyrjast fyrir um líðan barnsins, eins mun starfsfólk leikskólans hringja ef eitthvað sérstakt kemur upp á.


© 2016 - 2024 Karellen