news

Baulufréttir

27. 10. 2021

Á Baulu hefur verið nóg að gera í október. Við höfum verið dugleg að leika okkur bæði úti og inni. Það var dótadagur og bangsadagur

Við höfum farið reglulega í vináttuverkefnið, þar sem við ræðum tilfinningar, hvernig við getum verið góðir vinir, að það má ekki skilja útundan og margt fleira. Börnin eru byrjuð að búa til heimili fyrir litlu vináttubangsana sína og finna nöfn á þá.

Ugluklettur vinnur að því að verða Réttindaskóli UNICEF (https://unicef.is/rettindaskoli) og við erum því byrjuð að vinna með barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Mig langar því að hvetja ykkur til að kynna ykkur hann vel. Samkvæmt 42. grein sáttmálans verða allir að þekkja réttindi barna. Á síðunni http://barnasattmali.is eru allar upplýsingar um hann. Síðan er á íslensku, ensku og pólsku.

Nú er farið að styttast í jólin og við erum því byrjuð að undirbúa jólagjafirnar. Við erum búnar að ræða við nokkur börn um hvað þeim langar til að búa til handa foreldrum sínum í jólagjöf og þau eru með ýmsar skemmtilegar hugmyndir.

© 2016 - 2022 Karellen