Karellen
news

Sumarið á Skessuhorni

12. 06. 2018

Fréttir af Skessuhorni

Við á Skessuhorni höfum gert margt skemmtilegt síðustu daga. Inná deildinni okkar höfum við unnið með allskonar leikföng og hráefni sem vakið hafa áhuga barnanna. Búningaleikur vekur alltaf mikla lukku og finnst þeim flestum gaman að prófa sig áfram með að klæða sig í hina ýmsu búninga, meðan aðrir láta sér ef til vill nægja að prófa mismunandi höfuðföt


Einn daginn bjuggum við til heimagert slím með því að blanda saman vatni og maizena mjöli, varð áferðin á slíminu ansi skemmtileg og vildu sum börnin leika lengi með slímið meðan önnur létu sér nægja að pota aðeins í það.




Í fyrstu vikunni í júní var ákveðið að brjóta aðeins uppá daglega rútínu í leikskólanum svo að einn morguninn þegar börnin mættu í leikskólann var í boði hinn vanalegi hafragrautur og svo ekta amerískur brunch með beikoni, eggjum og pönnukökum. Þetta fannst börnunum mjög skemmtilegt og sum brostu út að eyrum meðan þau gæddu sér á volgum pönnukökum.



Ömmu-og afakaffi var þann 7.júní og kíktu margir við í kaffi og hjónabandssæl

Annars ganga hlutirnir eins og vanalega á sumrin, veðrið hefur verið ágætt þó að sólina vanti og hefur meiri útivera fylgt í léttari klæðnaði. Þá eru hjóladagar alla þriðjudaga í júní og fylgir þeim vanalega mikið fjör. Þá fara börnin oftar út fyrir leikskólagarðinn og hafa þau stundum farið í gönguferðir. Allir eru sáttir og glaðir og líf og fjör er á leikskólanum.

© 2016 - 2024 Karellen