Karellen
news

Líf og fjör á Skessuhorni

12. 09. 2018

Allir dagar eru skemmtilegir hjá okkur á Skessuhorni og engir tveir eru eins.

Börnin eru alltaf að læra betur og betur á matartímana okkar. Við erum að æfa okkur að gera sjálf og eins og við er að búast fer töluvert útfyrir og á gólfið en það er nú í góðu lagi og við höldum bara áfram að æfa okkur. Yngstu börnin fá stútkönnur en við munum fljótlega byrja að kynna fyrir þeim glös og að drekka úr glösum, eins fá þau skeið og gaffal til að gera sjálf en auðvitað mötum við líka eins og þarf. Foreldrar mega gjarnan æfa þessa hæfni heima með börnunum.Nýlega fengum við nýja rólu í garðinn okkar sem við erum sérlega ánægð með, en þetta er róla fyrir mjög ung börn, er hún þannig að þau geta setið í henni án þess að þurfa að halda sér sjálf, þau detta ekki úr henni. Þetta er mjög skemmtilegt og veitir þeim tækifæri til að róla sem annars var frekar erfitt. Þetta gerir útiveruna ennþá skemmtilegri og var nú gaman fyrir. Blessuð veðurblíðan undanfarna daga er okkur líka mjög að skapi og við höfum getað notið veðursins og útiverunnar vel og mikið. Börnunum líður vel úti og vilja vera úti sem mest svo þetta er alveg frábært, við munum halda áfram að vera eins mikið úti og við getum og erum ansi hörf af okkur, förum út í flestum veðrum. Við minnum því bara enn og aftur á mikilvægi þess að þau séu með fatnað við hæfi og munið að veðrið breytist hratt hjá okkur og alveg líklegt er að þurfi kuldagalla og regngalla sama daginn svo mikilvægt er að þau hafi öll föt með í skólann.

Við erum byrjuð að vinna að gerð listaverka fyrir nýja sýningu í Bónus, myndirnar verða settar upp líklega um mánaðarmótin sept/okt. Við hvetjum ykkur til að stoppa við "vegginn okkar" í Bónus og virða verk barnanna fyrir ykkur, það er víða hægt að njóta góðra lista.

Minnum einnig á að ef eitthvað er að koma endilega og tala við okkur.

Kveðja, Sigga, Karen og Anna Helga

© 2016 - 2024 Karellen