news

Gönguferð

25. 06. 2018

Miðvikudaginn 20. júní kom sumarið loksins og nýttum við tímann vel í sólinni.

Við vorum komin út snemma og fórum öll saman í gönguferð út fyrir garðinn og tókum með okkur ávexti í nesti.


Við fórum yfir bílastæðið og upp á holtið, nokkur börn komust alveg uppá topp og sáu Borgarfjörðinn.

Við borðuðum svo banana og melónu í brekkunni.

Eftir ávaxtastundina lékum við okkur í Lúpínunni. Þar þrömmuðu börnin gegnum lúpínubeðið og týndust næstum inn á milli blómanna.


Eftir gönguferðina fórum við inn í garð að leika okkur.

© 2016 - 2022 Karellen