Karellen
news

Fréttir frá Skessuhorni í Desember

16. 12. 2021

Fréttir frá Skessuhorni í desember

Það hefur verið nóg að gera í desember, jólagjafagerð hélt áfram og börnin máluðu á pappadisk sem síðar varð að jólatré. Við máluðum jólaseríu í gluggann, Ása hjálpaði börnunum að setja fingrafarið sitt í gluggan og það eru ljósin á seríunni J

Jólaballið var mjög skemmtilegt, dansað í kringum jólatréið og jólasveinarnir komu í garðinn (Stúfur, Stekkjastaur og Giljagaur), þeir komu með jólapakka til barnanna.Í hádeginu var borðaður jólamatur.

Við höfðum líka kaffihúsadag hjá okkur, þá fengum við vöfflur og ávexti í ávaxtastundinni að morgni.

Á kósýdaginn höfðum við það notalegt í innra herberginu okkar kveiktum á einum lampa, gáfum börnunum fótanudd og rúlluðum okkur inn í teppi, það vildu ekki allir taka þátt en mörgum fannst þetta skemmtilegt J

Við syngjum jólalög og gerum hreyfingar með, þó lítill sé söngurinn eru börnin mjög dugleg að gera hreyfingarnar og biðja endalaust um meira.

Ég ætla að halda áfram að kynna ykkur Barnasáttmálann og vona að þið kynnið ykkur þetta efni líka á vefnum https://www.barnasattmali.is/

7. gr.

Börn skal skrá við fæðingu og þau eiga rétt á nafni og ríkisfangi – að tilheyra landi. Alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.

8. gr.

Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum – sem skráð skulu opinberlega, um hver þau eru, m.a. nafn, þjóðerni og fjölskyldutengsl. Ekki má taka frá börnum auðkenni þeirra og ef það er gert skulu stjórnvöld aðstoða við að bæta úr því.

9. gr.

Ekki skal skilja börn frá foreldrum sínum nema þegar það er nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna – til dæmis ef foreldri meiðir barn eða hugsar ekki vel um það að öðru leyti. Börn eiga rétt á því að vera í góðum tengslum við báða foreldra sína ef þeir búa ekki saman nema það sé talið skaðlegt fyrir þau.

10. gr.

Ef barn býr í öðru landi en foreldrar þess eiga stjórnvöld að leyfa barni og foreldrum að ferðast frjálst svo þau geti haldið sambandi og verið saman.

11. gr.

1. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir gegn því að börn séu ólöglega flutt úr landi og haldið erlendis.

a. Í því skyni skulu aðildarríki stuðla að því að gerðir séu um það tvíhliða eða marghliða samningar, eða aðild fengin að samningum sem þegar hafa verið gerðir.

12. gr.

Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.

© 2016 - 2024 Karellen