news

Fréttir af Skessuhorni í nóvember

25. 11. 2021

Fréttir frá Skessuhorni

Það er alltaf fjör hjá okkur á Skessuhorni og nóg að gera.Börnin eru búin að vera í jólagjafa gerð og mála og lita pappír og kort.Þeim finnst flestum mjög gaman að mála, þó þau fatti ekki alltaf hvað á að gera við málninguna J

Dagarnir eru nokkuð líkir hjá okkur með leik, lestri, könnunarleik, söng og sköpun.Það hefur aðeins verið misjafnt hvernig útivera hefur verið, suma daga höfum við verið alveg inni en núna undanfarið hefur verið milt og gott veður svo við höfum notið góðs af því og getað farið út að leika sem er alltaf mjög gaman.Við náðum okkur í ljósaborð um daginn og náðum í litríka stafi og form til að setja á það, það var mjög gaman. Leiksýningin jól í tösku kom til okkar, það gekk mjög vel, þó yngstu börnin hafi ekki skilið um hvað þetta snérist fannst þeim gaman að fylgjast með.

Nú í nóvember eru að bætast 3 börn í hópinn, svo við verðum orðin 14 í desember.

Ég ætla að halda áfram að kynna barnasáttmálann fyrir foreldrum og set því inn greinar hans hér í fréttum nokkrar í einu og hvet ég foreldra til að kynna sér efnið.

1. gr. Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri.

2. ÖLL BÖRN ERU JÖFN
Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.

3. ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU
Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.

4. RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA
Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að hvert og eitt barn njóti allra réttinda Barnasáttmálans.

5. gr.

Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna.

6. gr.

Öll börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það.

© 2016 - 2022 Karellen