Karellen
news

Snjór og slím

11. 02. 2022

Í vikunni höfum við brallað ýmislegt skemmtilegt. Nokkrir krakkar frá Eldborg hafa verið hjá okkur meiri hluta vikunnar.

Við höfum farið mikið út að leika okkur í snjónum, rennt okkur í brekkunni og velt okkur upp úr snjónum. Við fylltum kar af snjó og tókum inn á Baulu og börnin fengu vatnsliti og pensla til að mála snjóinn í öllum regnbogans litum.

Börnin hafa æft sig í hugrekki með því að segja frá fjölskyldum sínum fyrir framan allan hópinn.

Við fórum í leikina Hver er undir teppinu og í grænni lautu. Við ætlum að fara reglulega í þessa leiki til að börnin læri að þekkja hvert annað og æfa þau í að fara eftir fyrirmælum og fylgja reglum.

Við klipptum út eggjabakka lok sem börnin máluðu svo á með vatnslitum.

Nokkur börn fengu að skoða námsefni sem heitir Sögugrunnur. Í því eru myndir og orð sem hægt er að festa á töflu og búa til sögu. Í þetta skiptið skoðuðum við myndir sem tengjast veðri og náttúru og svo persónur. Vonandi náum við að nýta okkur þetta efni meira með þeim og getum búið til skemmtilegar sögur.

Við erum svo heppin að Davíð spili á gítar svo það hefur verið mikið spilað og sungið í samverustundum hjá okkur.

Í dag var farið í vináttuverkefnið þar sem var rætt um hugrekki og umhyggju.

Í vísindahorni Helgu var búið til slím úr maizenamjöli og vatn. Það vakti mikinn áhuga og gleði hjá börnunum.

© 2016 - 2024 Karellen