Karellen
news

Desembermánuður og það sem honum fylgir.

17. 12. 2021

Desembermánuður er að venju búinn að vera viðburðarríkur þar sem við á Grábrók kláruðum jólagjafir til foreldra að vali barnanna. Börnin finna út hvað þau vilja búa til fyrir foreldra sína og myndaskráningarbók fylgir með gjöfinni þar sem myndir af ferlinu talar sínu máli.

Litlu jólin voru notaleg þar sem deildarnar komu saman og gengu í kringum jólatréð, jólasveinar komu í garðinn og léku á alls oddi í rólum og rennibraut og gáfu börnunum hagnýta gjöf. Svo borðuðum við góðan jólamat.

Kósýdagur var núna í vikunni þar sem boðið var uppá fótabað, fótanudd og vináttunudd og börnin gerðu gott fyrir hvert annað. Einnig var kaffihúsavika í vikunni og útfærði Grábrók það þannig að hver hópur bauðhópi innan deildarinnar og þjónaði til borðs. Það var boðið uppá heitt súkkulaði, vöfflur með rjóma og smákökur. Fálkarnir útfærðu einnig smá leikþátt um Stúf, Þvörusleikir og Grýlu þar sem lesin voru um leið jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Slökkviliðið kom í heimsókn til okkar á slökkviliðsbílnum þar sem þeir voru að ítreka mikilvægi slökkvitækis og reykskynjara á hverju heimili og gáfu börnunum flottan bol.

Við á Grábrók reynum að búa til rólegar stundir þar sem spjall um heima og geima (aðallega þó tengt jólum oft) til að tóna spennuna niður.


© 2016 - 2024 Karellen