Karellen
news

Útinám, þemavinna og Barnasáttmálinn.

08. 10. 2021

Síðastliðnar vikur hafa verið annasamar eins og oftast hjá okkur. Kríurnar hafa verið í skátahúsinu og verið mikið í útinámi ásamt þemavinnu þar sem þau hafa verið að fara að heimili hvers og eins og tekið myndir af viðkomandi barni fyrir utan. Einnig hafa þau verið að vinna að sögugerð.

Bæði Kríur og Fálkar fóru í íþróttahúsið í síðustu viku og fara þangað hálfsmánaðarlega, þar til elsti árgangur í Uglukletti og Klettaborg hittast þar vikulega. Lögð er áhersla á fjölbreytni í hreyfileikjum í nýju og stærra umhverfi.

Ugluklettur vinnur að því að verða Réttindaleikskóli Unicef og var Barnasáttmálinn kynntur fyrir Fálkunum í vikunni og umræða tekin um réttindi barna og tækifæri þeirra. Hver við erum og hvað gerir okkur að okkur ( t.d. útfrá áhugamálum og gildum).

© 2016 - 2022 Karellen