Karellen
news

Þorrinn og þemað Vísindi og hugrekki.

04. 02. 2022

Nú er þorrinn mættur og veðrið í stíl við það með snjó og kulda sem við njótum með rassaþotum og útileikjum. Á fimmtudaginn 3. feb.héldum við þorrablót þar sem á borðum var m.a. svið, hákarl, harðfiskur sultur og rófustöppu. Síðan var grjónagrautur í boði, slátur og flatkökur svo allir gætu borðað sig sadda. Þorrakórónur og grímur voru gerðar í tilefni dagsins sem lífgaði upp á stemninguna.

Í janúar og febrúar er þemað "vísindi og hugrekki" þar sem við leggjum áherslur á tilraunir og að prófa okkur áfram með eitthvað sem okkur finnst spennandi að finna útúr og notum hugrekki til að þora að prófa okkur áfram. Við ræðum um það hvernig við getum notað hugrekkið í vináttunni og að segja hvað við viljum og hvernig við getum haft áhrif.

© 2016 - 2024 Karellen