Karellen
news

Náttúran og umhyggja, sköpunarvika og sýning

08. 04. 2022



Nú er Þemað náttúran og umhyggja þar sem við köfum ofan í þau hugtök og fáum hugmyndir varðandi það, mjög

viðeigandi þegar vorið er á næsta leiti og allt að kvikna í náttúrunni.

Þessi vika hefur einkennst af sköpun og nefndum við hana sköpunarviku þar sem við höfum sett ýmiskonar verðlausan efnivið fram og aðlagað stöðvar að þeirri vinnu. Börnin höfðu óheftan aðgang að efniviðnum og fengu óheftan tíma til að skoða og skapa og afar gaman var að sjá hvernig þau sökktu sér í verkefnið og komust í flæði. Í lok vikunnar héldu börnin svo smá sýningu fyrir foreldra þar sem afrakstur sköpunarvikunnar var sýndur þó að sköpunarvikan snúist meira um ferlið en afrakstur.

Við munum endurtaka þetta aftur þar sem allir höfðu mikið gaman af og gott að þróa þetta verkefni.

© 2016 - 2024 Karellen