Karellen
news

Fréttir frá Skessuhorni

28. 04. 2022

Með hækkandi sól höfum við verið duglegri að fara út og þykir öllum það mjög gaman.Rólurnar og rennibrautin eru vinsæl en svo er gaman að moka og labba um.Við förum yfirleitt í efri garðinn á morgnana en stóra garðinn í lok dags.Foreldrafélagið kom færandi hendi með útidót í garðinn, t.d. bíla, hjólbörur, lítil vegasölt og fleira, sem vakti mikla lukku hjá börnunum.

Við vorum með sköpunarviku í þessum mánuði og þá prófuðu yngstu börnin að mála á bleyjunni, málning var sett á stórt blað á gólfinu og þau sett á blaðið og gátu málað með öllum líkamanum ef þau vildu.Sumir vildu ekki prófa á meðan aðrir nutu þess í botn.Eldri hópurinn vatnslitaði á stórt blað sem fest var á vegginn.Börnin settu lófafarið sitt í gluggana sem varð að fallegum blómum með aðstoð Ásu.Það var litað og límt og margt fleira.Við lituðum hrísgrjón í öllum regnbogans litum til að leika okkur með.

Við sjáum miklar framfarir í tjáningu hjá börnunum, að sjálfsögðu eru þau misjafnlega á vegi stödd þar sem breiður aldur er á deildinni.Við syngjum mikið og hlustum á lög úr Ávaxtakörfunni sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og íþróttaálfurinn er greinilega líka mjög vinsæll.Við erum að æfa okkur að setjast saman í hring í söngstund og draga miða með lögunum sem við syngjum.Elstu börnin eru farin að veita leiknum meiri athygli og hvert öðru sem er mjög gaman að fylgjast með JÉg setti á blað helstu lög sem við erum að syngja og læt ég þau fylgja hér með í viðhengi, svona til gamans fyrir foreldra.

Við fengum inn til okkar kónguló og skoðuðum hana í gegnum stækkunargler sem var mjög spennandi J verður gaman að skoða fleira úr náttúrunni í gegnum stækkunargler.

Páskarnir voru í apríl og þá máluðum við og föndruðum til að skreyta hjá okkur.


© 2016 - 2024 Karellen