news

Fréttir af Skessuhorni í mars.

04. 03. 2020

Árið nýbyrjað og strax kominn mars! Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar hjá okkur á Skessuhorni. Þann 21. Febrúar var stelpukaffi þar sem mömmum, ömmum, systrum og frænkum var boðið í morgunmat á leikskólanum. Var mætingin góð og áttum við góða stund saman á leikskólanum.


Í lok febrúar kom svo uppáhaldsdagur okkar allra, öskudagurinn! Í leikskólanum voru ljón, spiderman, Lína Langsokkur, Anna og Elsa úr Frozen og svo hvolpasveitin eins og hún leggur sig. Héldum við ball í salnum þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og fengu krakkarnir saltstangir og popp til að narta í.Nokkur barnanna eru búin að koma með myndaalbúm sem okkur þykir stórskemmtilegt og finnst þeim mjög gaman að skoða myndirnar, bæði sínar og annarra. Það væri mjög gaman ef fleiri hefðu tök á að setja saman myndaalbúm sem má vera á leikskólanum þar sem krökkunum finnst þetta mjög áhugavert.Síðustu dagar hafa litast aðeins af veikindum barnanna þar sem það er leiðindapest að ganga og mörg hafa orðið lasin og sum hver eru að veikjast aftur. Við vonum að þessi pestatíð fari nú að ganga yfir og börnin komist til okkar í leikskólann. Annars gengur lífið bara sinn vanagang hjá okkur, við sinnum margvíslegum skemmtilegum verkefnum á Skessuhorn og við krossum fingur að við förum að komast aðeins meira út með hækkandi sól.


© 2016 - 2022 Karellen