news

Fréttir af Skessuhorni í febrúar

12. 02. 2020

Á Skessuhorni hefur tíminn flogið áfram og dagarnir okkar hafa litast af alls konar skemmtilegum viðburðum! Í lok janúar var strákakaffi þar sem afar, pabbar, bræður og frændur komu til okkar i morgunkaffi, var mætingin góð og var þessi morgunstund mjög skemmtileg.


Í byrjun febrúar var þorrablót hjá okkur þar sem börnin fengu að smakka alls kyns þjóðlegan mat eins og hákarl, harðfisk, svið, sviða- og svínasultu, hrútspunga og rófustöppu. Voru börnin mjög dugleg að smakka matinn og nokkrar ofurhetjur smjöttuðu á hákarlinum.
Í næstu viku er svo stelpukafii, þann 21.febrúar, en þá bjóðum við ömmum, mömmum, systrum og frænkum í morgunkaffi. Hlökkum við til að sjá sem flesta!

© 2016 - 2022 Karellen