news

Fréttir af Baulu

06. 02. 2020

Það er alltaf líf og fjör á Baulu. Frá áramótum hefur Rjúpuhópurinn (yngri hópurinn á Baulu) farið í stöðvavinnu með eldri börnunum.Það hefur gengið mjög vel, flest börnin sækja fram á Grábrók, í salinn og á ganginn.Þau eru að læra að hlaupa ekki á ganginum, frekar að fara í eitthvað skemmtilegt sem er í boði annarsstaðar.

Í janúar og febrúar er vísinda- og hugrekkiþema, það hafa verið gerðar tilraunir, búið að æfa sig að koma fram og tjá sig yfir hópinn, segja fallega hluti um hvert annað, hoppa úr rimlum af borðum o.fl.Þau eru að æfa sig að vera vinir og bera virðingu fyrir hvort öðru.Það krefst líka hugrekkis að smakka nýjan mat, taka þátt í hópleikjum, standa upp og segja hvað við heitum.

Við fórum út með vatnsliti og prófuðum að mála snjóinn, blanda saman litum og skoða hvernig liturinn sökk í snjóinn og dofnaði.

Í samverustundum hefur verið unnið með Lubba, vináttuna, fín- og grófhreyfingar og sköpun. Við lesum mikið og æfum hlustun. Allir fara í tónlist einu sinni í viku og yoga.

Í febrúar ætlum við að leggja áherslu á tölur, æfa okkur að telja og eldri börnin að þekkja tölustafina.Við höldum áfram að æfa okkur í að klippa bæði frjálst og eftir línum.

Strákakaffi heppnaðist vel, við fengum fullt af skemmtilegum strákum í heimsókn og þökkum við kærlega fyrir það.Við héldum líka þorrablót þar sem við borðuðum öll saman í salnum og frammi á gangi, við smökkuðum góðan mat og sumir smökkuðu líka hákarl.
© 2016 - 2022 Karellen