Karellen
news

Fálkarnir í skátahúsinu

24. 09. 2021

Skemmtileg en blaut vika að baki þar sem fálkarnir voru í skátahúsinu og gerðu ýmislegt eins og að mála úti með náttúrulegum penslum (blómum, laufum, greinum), fjöruferðir voru vinsælar þar sem mikil samvinna varð í stíflugerð, þau tíndu rifsber og gerðu sultu sem þeim fannst smakkast mjög vel. Menntaskólakrakkar af íþróttabraut úr MB komu og settu upp tíma með þeim þar sem allir skemmtu sér vel.

Fálkarnir völdu að hafa í pizzu í matinn fyrir leikskólann þennan mánuðinn ásamt köku í kaffitíma og var þetta tvennt í þessari viku við mikinn fögnuð.

Kríurnar (næstelsti árgangur) voru í Uglukletti og byrjuð að vinna með þemað "Ég sjálfur og virðing" fóru í göngutúra og nutu samverunnar.


© 2016 - 2024 Karellen