news

​Eldborgarfréttir

15. 12. 2021

Eldborgarfréttir

Nú fer að líða að jólum og höfum við haldið jólaball, sem var mikið stuð og gaman. Þar kíktu nokkrir rauðklæddir menn í heimsókn. Voru það Stekkjarstaur, Giljagaur og Stúfur sem komu og léku sér á leikvellinum í leikskólanum. Þeir höfðu læðst út frá Grýlu og Leppalúða og ákváðu að prófa rólurnar og rennibrautina svo eitthvað sé nefnt. Börnin gerðu jólaleyndarmál til foreldra, sem þau hafa unnið að í nóvembermánuð.

Það er búið að vera kósýdagur hjá okkur þar sem við vorum í rólegum leik og þau börn sem vildu gátu fengið fótabað og handanudd. Við vorum svo með jólakaffihúsastemmingu, þar sem var hægt að fá vöfflur og heitt kakó og ávextir.

Við á Eldborg erum búin að vera vinna með vináttuverkefnið sem er komið á fullt hjá okkur. Höfum við verið að tala um tilfinningar og bera virðingu fyrir öðrum. Við höfum talað um að við ráðum okkur sjálf. Þau ráða t.d. hvaða dót þau vilja leika með. Sýna kurteisi og virðingu hvað hinir gera, t.d. ekki skemma turninn sem hin börnin hafa gert.

Ugluklettur vinnur að því að verða Réttindaskóli UNICEF (https://unicef.is/rettindaskoli) og erum við því byrjuð að vinna að barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt 42. grein sáttmálans verða allir að þekkja réttindi barna. Því langar mig að hvetja ykkur til að kynna ykkur hann vel (http://barnasattmali.is)

© 2016 - 2022 Karellen