Karellen
news

Fréttir af Baulu í ágúst

27. 08. 2018


Fréttir af Baulu

Eftir gott sumarfrí er allt komið á fullt á Baulu.Aðlögun barna frá Skessuhorni yfir á Baulu gekk vel og tvö ný börn komu í eldri hópinn, bjóðumvið þau velkomin til okkar. Þá eru 13 börn í Lóuhóp (fædd 2016) og 10 börn í Kríuhóp (fædd 2014).Kríurnar mæta aðrahvora viku í skátahúsið og koma síðan með skólabílnum í Ugluklett um kl. 13:40.Í skátahúsinu er lögð áhersla á útinám og vettvangsferðir, því mikilvægt að hafa föt eftir veðri og vindum.

Öll börn á Baulu taka þátt í stöðvavinnu, bæði fyrir og eftir hádegi.Við ætlum að bralla margt skemmtilegt saman í vetur, mála, lita, kubba, klippa og líma, læra um okkur sjálf og líkamann, fara í tónlist, yoga og margt annað skemmtilegt.Í síðustu viku gerðum við tilraunir með að skjóta geimflaug upp í loft, margar tilraunir voru gerðar og það tókst að lokum :) við höldum örugglega áfram að gera fleiri tilraunir.

Starfsfólk á Baulu er :Anna Gyða, Dröfn/Inga með Kríurnar og Brynja, Lukka og Sylvía með Lóurnar og Vidda með báða hópa (leysir af undirbúning starfsfólks).

Við viljum að öllum líði vel á deildinni og því er mikilvægt að tala við okkur ef eitthvað kemur upp á sem við getum bætt úr.

Mikilvægt er að merkja föt barnanna, sérstaklega útifatnað, svo hægt sé að koma honum til skila á réttan stað.

Kveðja Baulur :)

© 2016 - 2024 Karellen