Karellen
news

Líf og fjör á Baulu

06. 03. 2018

Það er alltaf líf og fjör á Baulu. Öll börnin eru að verða vön því að fara í flæði um leikskólann, inn á Grábrók, fram á gang og í salinn. Það tekur tíma að átta sig á því sem er í boði á hverjum stað og misjafnt hvað er stoppað lengi á stöðvunum. Holukubbarnir á Grábrák eru vinsælir hjá sumum á meðan leir eða myndlist heillar aðra og salurinn er alltaf mjög vinsæll. Börnin sem sofa fara síðan út fyrir hádegi ef veður leyfir en annars er yfirleitt val um hvort farið er út fyrir eða eftir hádegi.

Rjúpurnar, sem eru börn fædd 2015 hafa farið í Lubba stundir eftir síðdegishressingu og eru margir orðnir mjög flinkir í hljóðunum. Það er líka lesið í þessum stundum eða lesin loðtöflusaga. Könnunarleikurinn með verðlaust efni er mjög vinsæll á deildinni.

Lóurnar, sem eru börn fædd 2014 hafa farið í jóga til Erlu á fimmtudagsmorgnum (um tíuleitið) og það er mjög skemmtilegt og notalegt. Þau eru alltaf í samverustundum eftir hádegismat og er misjafnt hvað er gert þar, t.d. Lubbastundir, vináttuverkefni og jóga. Nú eftir áramótin byrjuðum við líka á leiðtogahlutverkum (bókaleiðtogi, vináttuleiðtogi og Lúlu ugla). Þeim finnst mjög spennandi að taka þátt í þeim hlutverkum. Síðar bætast svo við fleiri leiðtogahlutverk.

Næstu tvær vikur eru svo litaþemu og þá er um að gera að æfa litina vel, líka heima :) og þá mega börnin líka mæta í fötum sem tilheyra hverjum litadegi.

© 2016 - 2024 Karellen