Gestir í Uglukletti

16. 10. 2018

Dagana 8-9 október fengum við í heimsókn til okkar hóp kennara sem eru hluti af samtökum sem kalla sig sig International Play Iceland en það eru alþjóðleg óformleg samtök leikskólakennara og skólastjóra sem vinna að því að að efla meðvitund um mikilvægi þess að börn á leikskólaaldri fái tækifæri til þess að læra á eigin forsendum í gegnum leik, hafi aðgengi að opnum efnivið og skapi tengsl við náttúruna. Þessi hópur hittist einu sinni á ári og er hluti af hittingnum heimsóknir í leikskóla

Síðustu tvö ár hefur Ugluklettur verið svo heppin að vera þáttakandi í þessum hóp og fengið til sín kennara sem sem viljað kynna sér hvernig við störfum. Í svona heimsóknum spegla gestirnir til okkar það starf sem við vinnum og er það mjög dýrmætt fyrri okkur. Kennararnir sem komu í ár voru átta talsins og þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina.

© 2016 - 2019 Karellen