Karellen
news

Fréttir frá Baulu í maí

07. 05. 2020

Fréttir af Baulu

Loksins erum við öll mætt aftur í Ugluklett eftir skrýtnar og skertar vikur.Börnin hafa verið ótrúlega dugleg að koma eftir svona langt frí og flestir eru kátir og glaðir.Það er ennþá verið að taka á móti börnunum í gegnum garðinn og gengur það vel miðað við aðstæður.Við erum skipt eftir deildum í leik og eldri börnin á Baulu hafa verið í salnum.Við höfum verið dugleg að fara út og sumir hópar fara út uppúr kl. 9 og fara svo inn á undan hinum.Það er sport að fá að borða ávexti úti suma daga.

Við erum að fjalla um náttúruna og skoða hana í útiveru og gönguferðum.Hvað er að breytast núna þegar sumarið er að koma.Við erum líka að tala um dýrin, lömbin sem eru að fæðast og fuglana sem eru að koma til landsins.Það er svo margt sem breytist í náttúrunni á þessum tíma.

Endilega sendið okkur skilaboð í Karellen ef eitthvað er, svo er líka hægt að hringja eða senda tölvupóst.Það hefðu átt að vera foreldraviðtöl hjá mörgum að undanförnu, við finnum út úr því síðar. Það er líka alltaf hægt að fá símaviðtal ef þið viljið :)




© 2016 - 2024 Karellen