Karellen
news

Fréttir af Skessuhorni í ágúst

12. 08. 2020

Þá er skólastarfið hafið á ný eftir gott sumarfrí. Síðasta skólaári lauk í vor eftir vægast sagt óvenjulega tíma í heimsfaraldri þar sem allt skólastarf riðlaðist og aðstæður breyttust frá því sem við erum vön. Börnin stóðu sig eins og hetjur og þökk sé frábæru samstarfi við foreldra var hægt að gæta ýtrustu varúðar á leikskólanum og gæta vel að smitvörnum. Við erum mjög þakklát fyrir það hversu vel foreldrar tóku í allt sem gert var á þessum skrýtnu tímum, þetta hefði ekki gengið svona vel án þeirra.


Í sumar færðust 5 elstu börnin frá okkur á Skessuhorni yfir á Baulu, aðlögun þeirra yfir á nýja deild var í júní og gekk mjög vel. Aðlögun nýrra barna á Skessuhorn breyttist örlítið þar sem Covid-19 lét aftur vita af sér en þær ættu að klárast í byrjun September. Svo koma fleiri börn inn með haustinu.

Starfsmannahald breyttist örlítið hjá okkur á Skessuhorni. Anna Sólrún hætti hjá okkur eftir sumarfríið og í stað hennar kemur Vidda inn til okkar. Verðum við þá 5 starfsmenn á deildinni: Sylvía, Sigga, Brynja, Elínborg og Vidda. Svo er hún Gréta hjá okkur á föstudögum.


Starfið á deildinni verður svo með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur. Rýminu á deildinni verður skipt niður og boðið upp könnunarleik, málörvun og leik með annan efnivið. Í boði verður að fara inn á Baulu í heimsóknir í litlum hópum og þá er alltaf útivera fyrir hádegi. Fyrir hádegismat er tekin samvera (söngur, lestur) og eftir hádegismat er hvíld/rólegur leikur. Í lok dags reynum við að fara út ef veður leyfir.

Starfið byrjaði vel eftir sumarfríið og komu börnin hress og kát aftur í leikskólann og tilbúin í nýjan vetur með mörgum nýjum ævintýrum :)

© 2016 - 2024 Karellen