Karellen
news

Fréttir af Grábrók

04. 02. 2020

Vísindaþema hefur verið allsráðandi á Grábrók í janúar. Við erum búin að gera allskyns tilraunir þar sem notuð hefur verið raksápa, matarlitir,vatn og snjór svo eitthvað sé nefnt.


Á föstudögum eru Lubbastundir og hringekjuvinna. Elstu börnin útbjuggu stórt kort af Íslandi og fer Lubbi í ferðalag um landið þar sem skoðaðir eru hinir ýmsu staðir og lögð áhersla á þá bókstafi sem koma þar við sögu. Öllum börnunum á Grábrók er síðan skipt í fjóra hópa og er unnið í hringekju þar sem lögð er áhersla á stærðfræði, málrækt, vísindi, félagsfærni og samvinnu.

© 2016 - 2024 Karellen